Saturday, November 17, 2012

Óvænt Gjöf

Vinur minn sem er forfallinn vaxtarræktarsjúklingur bjallaði í mig og sagði að hann væri með vöru fyrir mig til að prufa. Varan heitir Amino ST 5300 frá BioTech USA og er sem sagt aminosýrur í pilluformi. Hver skammtur inniheldur 15360 (!!!) mg af aminosýrum sem mér finnst bara fjandi gott!

Kosturinn við þetta er náttúrulega sá að prótín er víst búið til úr aminosýrum og þarna slepp ég við tímafrekt milliskref þar sem líkaminn þarf að brjóta niður prótínið í aminosýrur. Maður neglir bara niður átta töflum eftir æfingu og finnur hvernig vöðvarnir viðhalda ræktarpumpinu talsvert lengur!

Hrein snilld.

Það eru engin loforð um hversu mörg pund af vöðvum ég mun hlaða á mig á þessum 15 dögum sem boxið endist en maður getur aldrei klikkað á smá prótí... aminosýrum, hehe.

Í öðrum fréttum þá er ZMA enn að fara vel í mig. Sýnist sáðfrumnafjöldinn minn hafa rokið upp! Þetta er eitthvað sem ég þarf að bera undir æðra kynið!

Thursday, November 15, 2012

ZMA - Undralyf

Þökk sé ZMA í ZMA þá hefur testosterone framleiðsla mín fjórfaldast. Ég gat hætt á hormónalyfjunum mínum gegn lágu testosterone magni í líkamanum og skeggvöxtur minn hefur tekið sterakipp. Því miður þá hefur hárlínan mín farið upp og það virðist allt stefna í skalla fyrir þrítugt en við hverju öðru átti maður að búast af fæðubótarefni sem boostar testa náttúrulega.

Enn sem er þá er engin breyting á vöðvunum mínum en það er bara tímaspurnsmál held ég.